Dómkirkjan

 

Fermingarfræðslan er byrjuð og hingað mættu í morgunsárið góður hópur fermingarbarna sem ætlar að fermast í vor. Á morgun þriðjudag er bænastund í hádeginu kl. 12:10, léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir. Kveðjumessa séra Önnu Sigríðar er 31. ágúst kl. 11 og er messukaffi henni til heiðurs í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

KKD og fl. 054

Hér má sjá hluta af  gömlu altaristöflu sem kom upphaflega í kirkjuna 1818. Í bókinni Kirkjur Íslands 18, bls. 95 stendur  m.a. um hana: Í skoðunargerð á Dómkirkjunni frá 1818 er taflan sögð ný og ,,meget ziirlig” þ.e. mjög falleg. Altaristaflan er að öllum líkindum dönsk en málarinn er óþekktur.Taflan sýnir bæn Jesú í Getsemane sem sagt er frá í 22. kafla Lúkasarguðspjalls.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 18/8 2014 kl. 13.46

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS