Prjónakvöldin
Veturinn 2013-2014 stóðu nokkrar konur fyrir prjónakvöldum mánaðarlega í safnaðarheimilinu og fengu til sín góða gesti: Arndísi Sigurbjörnsdóttur, Guðna Ágústsson, Karl biskup, Helga Skúla Kjartansson, séra Hjálmar og séra Önnu Sigríði. Mjög góð þátttaka var á þessum kvöldum. Konurnar seldu súpu, kaffi og sætmeti og söfnuðu þannig vel á annað hundrað þúsund króna sem þær notuðu til að kaupa fjóra ljóskúpla sem vantaði í Dómkirkjuna. Meðal annars var brotinn kúpull fyrir ofan orgelið. Lengi var búið að leita af þessum kúplum, sem eru sérstakrar gerðar. Þorsteinn Bergsson hjá Minjavernd lagði okkur lið í þeirri leit, sem lauk þannig að verksmiðjan sem framleiddi þá á sínum tíma fannst í Þýskalandi og handgerðu þeir þessa kúpla fyrir Dómkirkjuna. Þökkum öllum þessum góðum gestum sem og öllum sem mættu á prjónakvöldin. Kirkjan þakkar konunum fyrir góða gjöf. Við sjáumst hress að nýju á prjónakvöldum í haust.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/7 2014 kl. 14.17