Dómkirkjan

 

Dómkórinn og Kór MR flytja Carmina Burana

Siðlausir söngvar í Langholtskirkju

Dómkórinn í Reykjavík og Kór Menntaskólans í Reykjavík halda tvenna tónleika í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag, 16. mars, og hefjast þeir klukkan 17 og 20. Þar verður flutt tónverk Carls Orff, Carmina Burana, við ævafornan kveðskap úr Bæheimi sem hefur valdið hneykslan og hrollvekjandi hrifningu frá því hann varð til.

Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum í kirkjunni. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Þorbjörn Rúnarsson, tenór, og Jón Svavar Jósefsson, bassabaritón. Einnig koma við sögu nokkrir drengir úr Skólakór Kársness. Vanalega er verkið flutt í hljómsveitarútsetningu en að þessu sinni er undirleikur í höndum tveggja píanóleikara, Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar, og sex manna slagverkssveitar. Stjórnandi á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti en hann er stjórnandi beggja kóranna.

Miðasala er í höndum félaga í báðum kórunum (kr. 3.000) og við innganginn (kr. 3.500).

Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2014 kl. 23.31

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS