Dómkirkjan

 

Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 17. desember kl. 21:00.

Kórinn flytur jólalög af ýmsum toga, gömul og ný, erlend sem innlend. Það er tilvalið í lok dags að koma í Dómkirkjuna við Austurvöll og hlýða á hugljúfa tónlist í aðdraganda jóla.
Stjórnandi Dómkórsins er Matthías Harðarson dómorganisti.
Tónleikarnir eru um klukkustund, án hlés. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2025 kl. 8.54

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS