Upplestur úr ævisögu Karls Sigurbjörnssonar biskups, þriðjudaginn 25. nóvember
Séra Þorvaldur Karl Helgason kemur í Opna húsið og les úr ævisögu Karl Sigurbjörnssonar biskups. Karl skildi eftir sig handrit að sjálfsævisögu þegar hann lést í febrúar árið 2024. Þar lýsir hann uppvexti sínum og daglegu lífi í Reykjavík um miðja síðustu öld, segir frá litríkum persónum, skólagöngu, áhrifavöldum, prestsárum og fjallar sömuleiðis um erfið mál á biskupsstóli og dregur ekkert undan. Bæna-og kyrrðarstund er klukkan 12.00 í kirkjunni. Upplagt að njóta þeirrar góðu stundar og koma síðan í safnaðarheimilið í veitingar, upplestur og gott samfélag.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2025 kl. 22.00