Dómkirkjan

 

Velkomin á morgun, þriðjudag í tíðasöng, kyrrðarstund og opið hús í safnaðarheimilinu. Hvað getum við lært af Rannveigu Löve? Þriðjudaginn 7. október fáum við góðan gest í Opna húsið. Elín Elísabet Jóhannsdóttir Löve, fræðslustjóri á Biskupsstofu. Hún er með MA. í jákvæðri sálfræði og er fjölskyldufræðingur og kennari. Fyrirlesturinn “Hvað getum við lært af Rannveigu Löve”? er byggður á lítilli rannsókn í anda jákvæðrar sálfræði og fjölskyldufræða, þar sem skoðað er hvað Rannveig gerði sér til hagsbóta, til að bæta lífsgæði sín og hamingju í kjölfar makamissis. Þar er m.a. fjallað um einmanaleika og lífsþorsta. Byrjum í kirkjunni kl. 12.00 með bæna-og kyrrðarstund, síðan förum við í safnaðarheimilið og fáum léttan hádegisverð og hlýðum á forvitnilegan fyrirlestur Elínar Elísabetar. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld klukkan 20.00-20.30 Laudes – morgunsöngur – klukkan 9:15 á þriðjudögum miðvikudögum og fimnmtudögum í vetur. Vepser verður sunginn á fimmtudögum kl 17:00. Allir söngvinir hjartanlega velkomnir, hvort heldur til að taka þátt í söngnum og bænagjörðinni eða sitja og hlusta. Á miðvikudögum í vetur verður farið í örgöngu frá Dómkirkjunni kl. 18. Eftir stutta helgistund verður gengið um vesturbæ, miðbæ eða Þingholti og síðan enda við kirkjuna um kl. 19.00. Á sunnudaginn er messa kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson, dómorganisti og Dómkórinn. Velkomin í safnaðarstarfið í Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/10 2025 kl. 8.30

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS