Vinir Marteins/gamli Dómkórinn á Dalvík laugardaginn 16. ágúst.
Dæmalausi dómkórinn syngur í Menningarhúsinu Bergi 16.ágúst kl 15. Verið öll velkomin!
Næstkomandi laugardag heldur hinn dæmalausi dómkór opna æfingu í Bergi og býður ykkur öll hjartanlega velkomin! Fjölbreytt dagskrá og enginn aðgangseyrir!
Á æfingunni syngur kórinn Guði, náttúrunni, Grýlu og samfélagi manna dýrð. Á meðal ljóða- og lagahöfunda eru okkar fallni félagi Leifur Hauksson, okkar spelllifandi félagi Hjörleifur Hjartarson og svo einhverjir minni en ef til vill enn þekktari spámenn.
Kórinn skipa vinir sem sungu í kirkjunni við Austurvöll á þeim tíma sem Martein H. Friðriksson var þar dómorganisti, á árunum 1980 til 2010. Þess vegna kallar hópurinn sig líka stundum Sönghópinn Martein. Æfingar eru óreglulegar en best sóttar ef þeim fylgir partý, sérstaklega af Svarfdælingunum í hópnum.
Hópurinn hefur sungið víða síðustu ár; í Bjarnarfirði á Ströndum, Barcelona og Breiðholtskirkju, á Skógum, í Vestamannaeyjum og Kópavogi og leið eins og á heimavelli í Heilsustofnuninni í Hveragerði og á Tenerife.
Þrír meðlimir kórsins hafa leitt æfingar kórsins í gegnum tíðina og leitast við að hafa stjórn á honum við opinber tækifæri. Upp á síðkastið eru það tenórinn Sigmundur Sigurðsson, að öðru leyti mjólkurbílstjóri á Suðurlandi, og sópraninn Kristín Valsdóttir, sem annars er prófessor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Þriðji stjórnandinn hefur síðan verið Þórunn Björnsdóttir, landsfrægur kórstjóri úr Kópavogi, en hún gat ekki slegist í för í þetta sinn.
Kórinn skipa vinir sem sungu í kirkjunni við Austurvöll á þeim tíma sem Martein H. Friðriksson var þar dómorganisti, á árunum 1980 til 2010. Þess vegna kallar hópurinn sig líka stundum Sönghópinn Martein. Æfingar eru óreglulegar en best sóttar ef þeim fylgir partý, sérstaklega af Svarfdælingunum í hópnum.
Hópurinn hefur sungið víða síðustu ár; í Bjarnarfirði á Ströndum, Barcelona og Breiðholtskirkju, á Skógum, í Vestamannaeyjum og Kópavogi og leið eins og á heimavelli í Heilsustofnuninni í Hveragerði og á Tenerife.
Þrír meðlimir kórsins hafa leitt æfingar kórsins í gegnum tíðina og leitast við að hafa stjórn á honum við opinber tækifæri. Upp á síðkastið eru það tenórinn Sigmundur Sigurðsson, að öðru leyti mjólkurbílstjóri á Suðurlandi, og sópraninn Kristín Valsdóttir, sem annars er prófessor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Þriðji stjórnandinn hefur síðan verið Þórunn Björnsdóttir, landsfrægur kórstjóri úr Kópavogi, en hún gat ekki slegist í för í þetta sinn.
Dæmalaus dómkór á Dalvík, verið öll velkomin í Berg þann 16. ágúst n.k. kl. 15.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2025 kl. 9.14