Kæru vinir! Viltu skrá þig í þjóðkirkjuna?
Nú er bara að skrá sig!
Það er einfalt að skrá sig á netinu:
Ert þú og þínir nánustu skráðir í Þjóðkirkjuna?
Kannski telur þú að svo sé – en raunin gæti verið önnur.
Fyrir því geta legið ýmsar ástæður s.s. tímabundin dvöl erlendis vegna náms eða starfa sem veldur sjálfkrafa óumbeðinni afskráningu.
Sóknargjöld eru hluti tekjuskatts sem einstaklingar greiða. Sé viðkomandi ekki skráður í trú- eða lífsskoðunarfélag rennur upphæðin óskipt í ríkissjóð (á árum áður runnu þau til Háskóla Íslands en því var breytt árið 2009).
Þú getur kannað trúfélagsskráningu þína á island.is eða á https://www.skra.is/…/rafraen…/tru-og-lifsskodunarfelag.
Laufey Böðvarsdóttir, 30/11 2025 kl. 10.52