Sunnudaginn 12. október er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn. Barn verður borið til skírnar.
Á mánudaginn kl. 17.00 er fundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í safnaðarheimilimu.
Laudes – morgunsöngur – klukkan 9:15 á þriðjudögum miðvikudögum og fimnmtudögum í vetur.
Vepser verður sunginn á fimmtudögum kl 17:00.
Allir söngvinir hjartanlega velkomnir, hvort heldur til að taka þátt í söngnum og bænagjörðinni eða sitja og hlusta.
Bæna- og kyrrðarstund alla þriðjudaga klukkan 12.00
Síðan er hressing og Matthís Harðarson dómorganisti ætlar að segja okkur allt um leyndardóma orgelsins í Dómkirkjunni. Síðastliðinn þriðjudag var Elín Elísabet með frábæran fyrirlestur um Rannveigu Löve og um hvaða bjargir við getum nýtt okkur í lífinu.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld klukkan 20.00-20.30.
Á miðvikudögum í vetur verður farið í örgöngu frá Dómkirkjunni kl. 18. Eftir stutta helgistund verður gengið um vesturbæ, miðbæ eða Þingholti og síðan enda við kirkjuna um kl. 19.00.
Kvöldkirkjan klukkan 20.00-22.00 á fimmtudagskvöldið óhefðbundin stund að formi og innihaldi. Andrúmsloftið er óformlegt og afslappað. Tónlist og stuttar íhuganir.
Velkomin í safnaðarstarfið í Dómkirkjunni!
Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2025 kl. 11.34