Kæru vinir, verið velkomin í safnðarstarfið í Dómkirkjunni. Laudes – morgunsöngur – klukkan 9:15 á þriðjudögum miðvikudögum og fimnmtudögum í vetur. Vepser verður sunginn á fimmtudögum kl 17:00. Allir söngvinir hjartanlega velkomnir, hvort heldur til að taka þátt í söngnum og bænagjörðinni eða sitja og hlusta. Bæna- og kyrrðarstund alla þriðjudaga klukkan 12.00 Síðan er léttur hádegisverður og gott samfélag í Safnaðarheimilinu. Síðastliðinn þriðjudag fræddi Matthías organisti okkur um töfra orgelsins. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld klukkan 20.00-20.30. Á miðvikudögum verður farið í örgöngu frá Dómkirkjunni kl. 18. Eftir stutta helgistund verður gengið um vesturbæ, miðbæ eða Þingholti og síðan enda við kirkjuna um kl. 19.00. Sunnudaginn 26. október mun séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédika, Matthías Harðarson leika á orgelið og Dómkórinn leiða safnaðarsönginn.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2025 kl. 8.11
 
		