Fermingarstarfið í Dómkirkjunni í vetur.
Fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin til guðþjónustu 7. september kl. 11.00.
Í framhaldinu verður kynningarfundur um fermingarstarf vetrarins. Prestar Dómkirkjunnar eru í samstarfi við Hallgrímssöfnuð um fermingarstarf og er fyrirhugað að börnin fari í fermingarferðalag í Skálholtsbúðir helgina 3-5. október n.k.
Hlökkum til samstarfsins í vetur!
Sveinn Valgeirsson
Elínborg Sturludóttir
Laufey Böðvarsdóttir, 19/8 2025 kl. 11.06