Messa í dag kl. 20.00 skírdag. Í lok messu verður Getsemanestund. Þá verður altari Dómkirkjunnar afskrýtt. Ljós kirkjunnar eru slökkt og bæn Jesú í Getsemane er íhuguð. Eftir stundina er gengið út í þögn. Frítt er í bílastæði á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Nafnið Dymbilvika mun dregið af trékólfinum sem settur var í klukkurnar til að hljómur þeirra verði mattur og dimmur. Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagarnir. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Í helgihaldi dymbilviku og páska fáum við tækifæri að ganga inn á sögusvið guðspjallanna.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/4 2025 kl. 12.29