Dómkirkjan

 

Kæru vinir! Starfsfólk og sóknarnefnd Dómkirkjunnar óskar ykkur öllum gleðilegra páska. Á morgun páskadag er hátíðarmessa kl 8:00 Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og Dómkirkjuprestarnir sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar sem leikur á orgelið. Hátíðarmessa kl 11:00 Sr. Sveinn Valgeirssson prédikar og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson. Annar í páskum Messa kl 11:00 Á öðrum degi páska verður gengið af stað frá Dómkirkjunni kl. 08:00 í „Emmaus-göngu“ um vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnes. Á leiðinni fetum við í fótspor sr. Geirs Vídalín sem var vígður dómkirkjuprestur árið 1791 og varð fyrsti Biskup Íslands eftir siðaskipti. Hann bjó um tíma á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Rifjaðar verða upp ýmsar sögur á leiðinni. Hugað verður að „Emmaus-göngum“ kristinna einstaklinga og svo lýkur vegferðinni með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 11:00 þar sem verður skírnarminning og hugvekja um Emmausfarana. Hægt verður að koma inn í gönguna á leiðinni, en þá þarf að afla sér upplýsinga um það áður hjá: elinborg@domkirkjan.is Sr. Elínborg Sturludóttir leiðir gönguna og þjónar fyrir altari við guðsþjónustuna. Félagar úr Dómkórnum leiða söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista. Fylgist með á facebooksíðu eða heimasíðu Dómkirkjunnar. Frítt í bílastæði borgarinnar: páskadag og annan í páskum.

278001536_10160002408890396_2098009865807709388_n

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2025 kl. 11.48

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS