Þriðjudaginn 11. mars er tíðasöngur kl. 9.15. Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 og í framhaldinu af henni er hádegisveðrur í safnaðarheimilinu og Opna húsið. Þangað fáum við hjónin Óttar Guðmundsson lækni og Jóhannu V. Þórhallsdóttur í heimsókn. Þau munu segja frá Sigurði Breiðfjörð. Kaffiveitingar. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld. Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2025 kl. 16.36