Dómkirkjan

 

Opna húsið í safnaðarheimilinu á morgun, þriðjudag.

Athugið! Nú í vor ætlum við að vera á þriðjudögum, en ekki fimmtudögum eins og undanfarin ár. Byrjum í kirkjunni kl. 12.00 með bæna-og kyrrðarstund. Góður hádegisverður í safnaðarheimilinu og í framhaldinu ætlum við að hafa vinafund. Kaffihúsastemningu, þar sem við eigum gott samfélag saman. Maður er manns gaman. Þau sem vilja geta tekið í prjónana. Einhverja þriðjudaga fáum við gesti sem segja frá eða tónlistarfólk. Kaffi og góðar veitingar.
Klukkan 9.15 þri-mið-og fimmtudaga er tíðasöngur með séra Sveini, sem og á fimmtudögum kl. 17.00. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30. Örganga með séra Elínborgu kl. 18.00 á miðvikudag. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarstarfinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/2 2025 kl. 12.36

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS