https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2025-02-04/5434783
Alþingi var sett þriðjudaginn 4. febrúar. Þingsetningarathöfnin hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.
Biskup Íslands, séra Guðrún Karls Helgudóttir, þjónaði fyrir altari ásamt séra Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna og prófastur í Suðurprófastsdæmi, prédikaði. Kammerkór Dómkirkjunnar söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar dómorganista og lék á orgelið. Sigurður Flosason lék á saxófón.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2025 kl. 19.34