Dómkirkjan

 

Gerður Kristný hélt fallega og hlýja hugvekju á aðventuhátíð Dómkirkjunnar.

 Séra Elínborg Sturludóttir, Lenka organisti, Dómkórinn og kór úr Landakotskirkju undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Meðal annars söng barnakórinn lag sem nemendurnir; Ása, Birta og Sigga í Landakotsskóla sömdu. Fallegur texti og lag hjá þessum hæfileikaríkum stúlkum. Síðan bauð kirkjujunefnd kvenna Dómkirkjunnar uppá heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Þökkum ykkur öllum sem áttu þátt í að gera stundina svona hátíðlega og ykkur öllum sem komuð og nutuð með okkur. Hér er fallegur sálmur sem Gerður Kristný samdi og er nr. 420 í Sálmabókinni.
VERNDARVÆNGUR
Ljóð: Gerður Kristný. Lag: Bára Grímsdóttir
Angi hvílir undir sæng,
ennið skreytir lokkur.
Breiddu yfir verndarvæng,
vertu, Guð með okkur.
Þegar syrtir sálu í
svo að betur megum
vernda börnin brosmild, hlý,
það besta sem við eigum.
::Nú opna ég óðum gluggann minn,
engli blíðum hleypi inn,
engli blíðum hleypi inn::
Húsð sveipast helgum frið,
héluð borgin sofnar.
Á kerti núna kveikjum við,
kvöldsins birta dofnar.
Senn er komin niðdimm nótt,
næðir rok um hjarnið.
Engill flýgur ofurhljótt
yfir litla barnið.
::Nú opna ég óðum gluggan minn,
engli blíðum hleypi inn,
engli blíðum hleypi inn::

Laufey Böðvarsdóttir, 5/12 2024 kl. 12.09

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS