Dómkirkjan

 

Á föstudaginn eru tónleikar með Apparat Organ Quartet og Dómkórnum. Í rúma klukkustund frá klukkan 21.00 mun rafmagnaður hljóðheimur Apparatsins umlykja ómþýðan söng Dómkórsins

Apparat Organ Quartet skipa þeir Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson og Úlfur Eldjárn sem leika á mis-rafmögnuð orgel og hljóðgervla, og Arnar Geir Ómarsson sem leikur á slagverk. Stjórnandi Dómkórsins er Guðmundur Sigurðsson.
Tíðasöngur þri-mið-og fimmtudag kl. 9. 15 og kl. 17.00 á fimmtudaginn. Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 á þriðjudaginn. Léttur hádegisverður eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00 Á miðvikudaginn er örganga með séra Elínborgu Stuludóttir, hefst með hugleiðingu í kirkjunni klukkan 18.00. Á fimmtudaginn er Birgir Þórarinsson alþingismaður gestur okkar í Opna húsinu kl. 13.00. Sunnudaginnn 13. október er messa klukkan 11.00 sr. Elínborg Sturludóttir prédikar, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Fermingarbörn og forráðamenn þeirra sérstaklega boðin velkomin. Messukaffi.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2024 kl. 10.24

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS