Dómkirkjan

 

Lofum ykkur frábærum tónleikum á laugardaginn klukkan 18.00. Lokaæfingin var í gær og allir fóru á kostum. Valgeir Guðjónsson í öllum sínum margbreytileika.

20240926_194802 Valgeir Guðjónsson er þekktur fyrir að feta ótroðnar slóðir og tónbogi hans er víðari en margflestra.
Á tónleikunum má glöggt greina margbreytileika þessa ástsæla tónlistarmanns þjóðarinnar.
Fram kemur alveg spánýtt fylgdarlið sjálft Sálmabandið með Svein Valgeirsson Dómkirkjupresti, Telmu Rós Sigfúsdóttur, Jóni Ívars, Ásu Briem og Sigmundi Sigurðarsyni. Einnig öflugt tónlistapar austan frá Kálfholti Kristrúnu Steingrímsdóttur og Joel Christopher Durksen. Lagakynningar eru í höndum meðhjálpara tónskáldsins Ástu Kristrúnar.
Miðasala á tix.is og við innganginn.
Hlökkum til að eiga skemmtilega stund með ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2024 kl. 9.02

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS