Dómkirkjan

 

Á morgun, laugardaginn 21. september, klukkan 16.00 mun Gunnar Kvaran halda tónleika í Dómkirkjunni. Gunnar mun leika sellósvítur nr. 1, 2 og 3 eftir Johann Sebastian Bach.

Þessir tónleikar eru helgaðir minningu kærs vinar, Hauks Guðlaugssonar, orgelleikara og fyrrverandi söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar.
Útför Hauks var frá Hallgrímskirkju í dag. Haukur var einstakur mannvinur og listamaður. Guð blessi minningu Hauks Guðlaugssonar.
Hér má hlusta á vinina Gunnar og Hauk á æfingu, þeir æfðu oft í Dómkirkjunni og héldu stundum tónleika. Það var ómetanlegt að eiga þessar stundir með þessum heiðursmönnum.
Ógleymanleg er stundin sem þeir kölluðu „Stund í tali og tónum.“ Þá fylltu þeir kirkjuna og frá öllum gestunum streymdi þakklæti og gleði.
Verið velkomin í Dómkirkjuna á morgun. Frítt er á tónleikana og eftir þá verður boðið upp á kaffi og eitthvað sætt í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2024 kl. 21.19

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS