Dómkirkjan

 

Fjölmenni var við kveðjumessa frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands í Dómkirkjunni sl. sunnudag.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikaði,  dómkirkjuprestarnir þjónuðu og vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum tóku þátt í athöfninni. Kammerkór Dómkirkjunar söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar dómorganista; Lára Bryndís Eggertsdóttir lék með á orgel í Laudate Dominum. Margrét Hannesdóttir söng einsöng. Messunni verður útvarpað sunnudaginn 1. september klukkan 11.00. Kaffisamsæti var í safnaðarheimilinu,  þar sem Einar S. Gottskálksson hélt þakkarræðu og færði Agnesi blómvönd og gjöf frá Dómkirkjunni. Einnig hélt sr. Gunnþór Ingason ræðu.  Góð messa á fallegum degi.
terta Einar S. agnes agnes og

Laufey Böðvarsdóttir, 27/8 2024 kl. 19.50

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS