Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagar. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Páskarnir, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar.
Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2024 kl. 8.51