Fimmtudaginn 15. febrúar verður Sigurrós Þorgrímsdóttir gestur okkar í Opna húsinu í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Sigurrós er nýbúin að skrifa bók um ömmu sína Katrínu Pálsdóttur, sem missti eiginmann sinn árið 1925 frá níu börnum og vilji yfirvalda stóð til þess að koma börnunum fyrir sem hreppsómögum austur í Landsveit. Eftir að hafa unnið þá orrustu að halda fjölskyldunni varð Katrín einörð baráttukona fyrir réttindum og kjörum mæðra sem stóðu í svipuðum sporum.
Sigurrós Þorgrímsdóttir er fyrrverandi bæjarfulltrúi og alþingismaður hefur um árabil unnið úr gögnum Katrínar ömmu sinnar. Sjáumst í Opna húsinu á fimmtudaginn klukkan 13.00-14.30. Kaffiveitingar og gott samfélag.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2024 kl. 11.04