Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni 22.des. kl.21.00 Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika nú rétt fyrir jólin.
Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu og eitt ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir og Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikarar og Sigurður Haldórsson sellóleikari. Á dagskránni eru glæsileg verk eftir Mozart en það eru Kvartett fyrir klarinettu og strengi í B Dúr kv. 378 og Kvintett fyrir strengi í B Dúr kv. 174.
Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” eftir Mozart.
Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr. 3500 og kr. 2500 fyrir nemendur, öryrkja og eldri borgara og frítt inn fyrir börn. Miðasala við innganginn og á Tix.is
Laufey Böðvarsdóttir, 18/12 2023 kl. 20.39