Dómkirkjan

 

Kæru vinir. Sóknarnefnd og starfsfólk Dómkirkjunnar óskar ykkur öllum gleðiríkra jóla og Guðs blessunar á nýju ári.

81030080_10157844970915396_6338805055205933056_n
Í dag aðfangadag eru þrjár guðþjónustur í Dómkirkjunni-
guðþjónustur þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim.
24. desember aðfangadagur jóla
Dönsk messa kl. 15.00
Séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, Kári Þormar organisti.
Aftansöngur kl. 18.00
Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn.
Trompetleikarar: Jóhann Stefánsson og Sveinn Birgisson.
Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30. Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar. Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á Bretlandi óslitið frá 1918.
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma. Dómkirkjuprestarnir og Pétur Nói Stefánsson organisti leiða guðþjónustuna.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2023 kl. 10.44

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS