Haustferðin verður farin fimmtudaginn 12. október í Grímsnesið góða. Fararstjóri verður Börkur vinur okkar Karlsson
.
Lagt af stað klukkan 10.00 frá Perlunni, keyrum Þingvallaleiðina austur.
Farið verður í Búrfellskirkju sem var reist 1845 og er elsta timburkikrja í Skálholtsstifti. Eftir stund í kirkjunni munum við þiggja hressingu heima í bæ hjá Lísu.
Við munum síðan skoða Sveitasetrið Brú og borða þar.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 8989703 eða á laufey@domkirkjan.is
Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2023 kl. 11.34