Gleðilega hátíð uppstigningardags! Drottinn, þú yfirgafst þessa jörð til að geta verið hjá okkur öllum alls staðar. Í fjörutíu vikur hvíldir þú í lífi Maríu. Í fjörutíu daga fastaðir þú í eyðimörkinni. Í fjörutíu stundir hvíldirðu í gröfinni. Í fjörutíu daga varstu á sérstakan hátt meðal okkar, upprisinn frá dauðum. Nú ertu hjá okkur þar sem við erum, óháð tíma og rúmi, stað og stund, einmana og með öðrum, gleði og sorg, vinnu og hvíld, þar hefur þú verið og allt hefur þú borið í okkar stað. Þökk sé þér fyrir návist þína í heiminum, í kirkjunni, í lífi okkar. Þökk sé þér að þú ERT. (Martin Lönnebo. Bænabókin)
Laufey Böðvarsdóttir, 18/5 2023 kl. 9.53