Dómkirkjan

 

Útgáfutónleikar Kira Kira & Eldingarnar

Útgáfutónleikar fyrir tónlistina úr stuttmyndinni “Eldingar eins og við!”

Dómkirkjan við Austurvöll 23. mars kl 20:00-21:00.
Dagskrá:
20:00-20:11 • “ELDINGAR EINS OG VIÐ,” STUTTMYND.
20:11-20:30 • ALEXANDRA KJELD, KONTRABASSA SÒLÒ.
20:30-20:45 • ÞÒRDÌS ÞÙFA, UPPLESTUR
20:30-21:00 • KIRA KIRA & ELDINGARNAR
Á tónleikunum kemur fram ásamt Kiru, tónlistarfólkið sem birtist í myndinni, þ.e. þau sem eru á landinu eða ekki að spila samtímis annars staðar:
Alexandra Kjeld á kontrabassa, Hermigervill á þeremìn og Thoracius Apotite á kjöltustál, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og flügel horn, Jara Karlsdóttir á hörpu ásamt kærustuparinu Teiti Magnússyni og Gefjunni.
Kristófer Rodriguez Svönuson spilar á slagverk á plötunni og við vonum líka að hann nái að sigra tíma og rúm og tromma með.
Útgáfan er gerð af því tilefni að myndin er komin í dreifingu hjá kvikmyndadreifingarfyrirtækinu 7 Palms Entertainment, en hún var annars frumsýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík.
Platan er komin ùt hjá Reykjavik Record Shop á 10″ vìnyl og á öllum helstu streymisveitum.
Miðaverð er: 2500 kr

Laufey Böðvarsdóttir, 23/3 2023 kl. 8.21

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS