Hjálmar Jónsson er gestur okkar í opna húsinu fimmtudaginn 27. október klukkan 13.00-14.30. Verið velkomin!
![Guðrún hafsteinsdóttir](http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2022/10/Guðrún-hafsteinsdóttir-375x500.jpg)
Hann mun fara með stökur og segja sögur eins og honum er einum lagið. Kaffi, kræsingar og gott samfélag.
Á morgun, þriðjudag er tíðasöngur kl. 9.15 með séra Sveini , bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar Ólafs Ólafur Elíasson kl. 20.00-20.30. Á miðvikudaginn er örganga með séra Elínborgu klukkan 18.00 Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn er tíðasöngur bæði kl. 9.15 og kl. 17.00 með séra Sveini. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.
Laufey Böðvarsdóttir, 24/10 2022 kl. 9.23