Dómkirkjan

 

Velkomin í Opna húsið í dag Lækjargötu 14a. klukkan 13.00. Síðastliðinn fimmtudag las Sigurður Ingolfsson ljóð eftir föður sinn Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Þökkum Sigurði kærlega fyrir. Glúmur organisti kemur ekki í dag eins og búið var að auglýsa, en hann kemur seinna. Auglýsum það betur síðar. Dómkirkjufólk tekur vel á móti ykkur í dag, eitthvað gott fyrir andann og gómsætt með kaffinu. Tíðasöngur klukkan 17.00 í dag með séra Sveini. 10. mars Gunnlaugur A. Jónsson Jórsalir í sögu og samtíð. Einnig kemur Gunnlaugur með skemmtilegar tréstyttur til sýnis. 17. mars Helga Þórarinsdóttir, víóluleikari. 24. mars Árni Árnason kennari. Fuglalíf við Tjörnina. 31. mars Karl Sigurbjörnsson biskup 7. apríl Eiríkur Jónsson yfirlæknir Gluggað í gamalli tíð; Sjúkrahús Reykjavíkur. 14. apríl skírdagur 21. apríl sumardagurinn fyrsti. Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudag 6. mars klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, séra Elínborg Sturludóttir. Fermingarbörn og forráðamenn sérstaklega boðin velkomin. Messukaffi á kirkjuloftinu. Verið öll hjartanlega velkomin.

275280665_10159944208005396_2676123521283355825_n

Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2022 kl. 9.36

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS