Dómkirkjan

 

Samstöðumessa með Úkraníu sunnudaginn 13. mars klukkan 11.00. Formaður félags Úkraínumanna á Íslandi , Lyubomyra Petruk ávarpar kirkjugesti. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Erla Rut Káradóttir leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Í messunni verður flutt úkraínsk tónlist en sálmur 52 í sálmabókinni er eftir úkraínst tónskáld, Dimitri Bortnianskij; bænasvarið kyrie er frá úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni, Kórinn flytur úkraínska þjóðlagið Hljóðnar nú haustblær í útsetningu Magnúsar Ragnarssonar; ljóðið er eftir Sigríði I Þorgeirsdóttur; og eftirspilið verður úkraínski þjóðsöngurinn. Allir hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2022 kl. 22.45

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS