Góð vika framundan! Á morgun, þriðjudag er bæna- og kyrrðarstund í hádeginu. Súpa í safnaðarheimilinu. Á miðvikudag er örpílagrímaganga frá Dómkirkjunni klukkan 18.00. Gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn klukkan 13.00 er Árni Árnason kennari og ljósmyndari. Árni mun sýna myndir og segja frá fuglalífinu á Tjörninni. Góðar kaffiveitingar og skemmtilegt samfélag. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2022 kl. 20.31