Finnur þú fyrir óróleika, áhyggjum eða kvíða? Viltu dýpka trúarupplifun þína eða upplifa eitthvað nýtt í helgu rými? Þá gæti KVÖLDKIRKJAN verið eitthvað fyrir þig. Föstudagskvöldið 18. mars verður KVÖLDKIRKJAN í Dómkirkjunni kl. 20-22. Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á. Kl. 20 og 21 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnar og Hallgrimskirkju. Vertu velkomin/n í Dómkirkjuna
Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2022 kl. 11.55