Sunnudaginn 2. maí er prestsvígsla kl.11.00. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir Snævar Jón Andrésson til prests. Vígsluvottar eru sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, sr. Henning Emil Magnússon, sr. Sigrún Óskarsdóttir og sr. Elínborg Sturludóttir. Séra Hans Guðberg Alfreðsson prófastur lýsir vígslu. Kári Þormar er dómorganisti og Dómkórinn syngur undir hans stjórn. Gætum vel að sóttvörnum!
Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2021 kl. 12.21