Ganga á fimmtudaginn kl. 18-20. Ganga hefst við safnahúsið á Hverfisgötu.
Í ár eru 250 ár frá fæðingu Bertels Thorvaldsen og af því tilefni munu Sigurður Trausti Traustason, safnfræðingur og deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur og Aldís Snorradóttir, listfræðingur og verkefnastjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur leiða göngu tileinkaða honum. Bertel var myndhöggvari en hann var af íslensku faðerni. Hann bjó lengst af í Róm og var talinn einn fremsti myndhöggvari nýklassíska stílsins.
Skírnarfontur Thorvaldsens í Dómkirkjunni er merkur og fagur.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/7 2020 kl. 10.36