Alltaf gott að koma í hádeginu á þriðjudögum í bæna-og kyrrðarstundina. Gefið ykkur stund frá amstri hverdagsins og njótið kyrrðar í Dómkirkjunni. Örpílagrímaganga með séra Elínborgu Sturludóttur á miðvikudaginn klukkan 18.00. Hefst með stuttri hugvekju í kirkjunni. Fimmtudaginn 13. febrúar Kl. 13.00-14.30 Opið hús, veilsukaffi og tónlistarþríeykið, Hólmfríður messósópran, Victoría sellóleikari og Julian píanóleikari. Kl. 16.45-17.00 Tíðasöngur Kl. 18.30-19.00 Tónleikar Kammerskórs Dómkirkjunnar undir stjórn Kára Þ. Föstudagurinn kl. 17.00-17.30 Sálmastund með Guðbjörgu og Kára Þ. Sunnudaginn 16. febrúar messa klukkan 11.00, prestur séra Sveinn Valgeirsson. Æðruleysismessu klukkan 20.00 Við tökum okkur valda stund til þess að dvelja saman í nærveru Guðs, syngjum saman, biðjum saman, íhugum saman og hlustum á félaga deila reynslu sinni ♥ Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2020 kl. 12.09