Kvöldkirkjan, sálmastund og fjölskyldustund, föstudaginn 7. febrúar. Dagskrá Kl. 17.00 Sálmastund Kl. 18.00 Fjölskyldustund og kvöldverður Kl. 20.00 Kyrrðin hefst með hugvekja KL. 20.00-21.00 Bryndís Jakobdsdóttir. Hugleiðslu-og bænatónlist á gong. Kl.21.00 Hugvekja Kl. 21.45-22.00 Kvöldsöngur. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju. Prestar og starfsfólk þessara miðborgarkirkna starfa saman og öflugt tónlistarfólk sér um tónlistarflutning. Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna kirkjurnar fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu og hefðubundnu helgihaldi dagkirkjunnar eða vill dýpka enn frekar trúarlega upplifun sína. Margir leita einhvers, sem er djúptækt og persónulega gefandi. Tónlist, þögn, íhugun og kyrrð er þema kvöldkirkjunnar. Sumir staldra við í nokkrar mínútur og aðrir lengi. Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 7/2 2020 kl. 10.49