Kvenfélagamessa á konudaginn í Dómkirkjunni. Á konudaginn sunnudaginn 23. febrúar verður messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Í þessarri messu fáum við góða gesti frá Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ), sem fagnar 90 ára afmæli í ár. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd, 154 kvenfélög sem telja um 5000 félaga. KÍ konur lesa lestra og leiða bænir, Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganoista. Afmælismessukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (Gamla Iðnskólahúsinu) á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða gegnum skrúðhús kirkjunnar og lyfta er í safnaðarheimilinu.
Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2020 kl. 23.37