Örpílagrímaganga klukkan 18.00 í dag, miðvikudag með séra Elínborgu. Hefst með stuttri helgistund í kirkjunni. Á morgun er tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45-17.00. Orgeltónleikar Kára Þormar klukkan 18. Á föstudaginn er gott að koma í sálmastundina kl. 17 með Guðbjörgu og Kára, góður endir á vinnuvikunni og hvíla og njóta tónlistar í helgidómnum. Næstkomandi sunnudag, þriðja í aðventu er messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir prédikar, Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári á kirkjuloftinu á sama tíma. Klukkan 14.00 er norsk messa, séra Þorvaldur Víðisson prédikar. Æðruleysismessa kl. 20.00 séra Elínborg og séra Fritz Már og Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2019 kl. 8.34