Aðfangadagur 24. desember Dönsk messa kl. 15:00, séra Ragnheiður Jónsdóttir prédikar, Bergþór Pálsson syngur, Kári Þormar leikur á orgelið. Aftansöngur kl. 18:00, séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar. Sveinn Birkisson og Jóhann Stefánsson leika á trompeta. Níu lestrar og jólasöngvar á jólanótt kl. 23:30. Þá verða fluttir 9 ritningarlestrar og jafnmargir jólasálmar sungnir. Guðsþjónustuformið er að enskri fyrirmynd, en allt frá 1918 hefur saga og undirbúningur fæðingar Krists verið flutt með þessum hætti í King´s College í Cambridge. Jóladagur 25. desember Hátíðarmessa kl.11.00 Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Annar dagur jóla 26. desember. Messa kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar. Gleðileg jól
Laufey Böðvarsdóttir, 19/12 2019 kl. 14.59