Dómkirkjan

 

Í dag, mánudag er fundur hjá Kirkjunefnd Kvenna Dómkirkjunnar kl. 18.00 í safnaðarheimilinu. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund klukkan 12.10 í Dómkirkjunni og máltíð. og gott samfélag í Safnaðarheimilinu. Á miðvikudagunn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu. Guðrún Eggertsdóttir er gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn kl. 13.00. Guðrún mun segja frá afa sínum Jónasi frá Hriflu. Gómsætar tertur og brauðmeti að hætti Ástu okkar. Tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45- 17.00. Klukkan 18.00 eru orgeltónleikar Kára Þormar. Sálmastundin ljúfa kl. 17.00 á föstudaginn með Guðbjörgu og Kári Þormar. Presta- og djáknavígsla og barnastarf á sunnudaginn klukkan 11.00. Æðruleysismessa kl. 20:00-21:00. Þá munum við koma saman, fara inn í kyrrð, róa huga og líkama, dvelja í nærveru og biðja, við munum hugleiða og taka á móti því sem Guð hefur fyrir okkur. Góður félagi mun koma og deila reynslu sinni styrk og von. Verið velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar og takið með ykkur gesti

Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2019 kl. 10.10

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS