Dómkirkjan

 

Fyrsta prjónakvöld haustsins er mánudagskvöldið 23. september kl. 19:00. Nokkrar konur standa að prjónakvöldunum yfir vetrarmánuðina í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Á þessi kvöld koma ungir sem aldnir. Konurnar selja létta máltíð, kaffi og sætmeti á vægu verði og gefa það sem safnast til fegrunar Dómkirkjunnar. Gestur okkar að þessu sinni verður Júlíana Þorvaldsdóttir, hún mun segja okkur frá prjónanámskeiði og frá Skals handavinnuskólanum sem hún er nýkomin úr. Júlíana er einnig ein dyggasta Hringskonan. Það verður gaman að sjá og heyra.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2019 kl. 8.34

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS