Sunnudaginn 19. maí eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11.00 Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Æðruleysismessa kl. 20.00 Sr Díana Ósk Óskarsdóttir, sr. Fritz Már Berndsen og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2019 kl. 17.15