Kór Langholtskirkju og Dómkórinn í Reykjavík halda sameiginlega tónleika í Langholtskirkju í kvöld 22. maí kl. 20.30. Báðir kórarnir keppa bráðlega í kórakeppni. Kór Langholtskirkju í Tours í Frakklandi og Dómkórinn keppir í Salzburg í Austurríki. Kórarnir flytja kórverk úr ýmsum áttum, ýmist saman eða í sitt hvoru lagi, meðal annars eftir William Byrd, Rachmaninoff, Karl Jenskins, Trond Kverno, Jakob Gruchmann, Stanford, Patrick Burgan, Eric Whitacre, Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorvald Örn Davíðsson. Kári Þormar stjórnar Dómkórnum og Magnús Ragnarsson Kór Langholtskirkju. Almennt miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir námsmenn og lífeyrisþega.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/5 2019 kl. 14.04