Opna húsið er næst fimmtudaginn 2. maí klukkan 13.00. Fáum góðan gest Tryggva Agnarsson lögfræðing. Ásta tekur á móti gestum með sinni glaðværð og elskusemi. Prestarnir gefa okkur góð orð og fara með ljóð dagsins. Fimmtudagsstarfinu lýkur svo með vorferð 9. maí. Þá ætlum við að fara austur fyrir fjall og heimsækja þau Ástu Kristrúnu og Valgeir Guðjónsson í Bakkastofu á Eyrarbakka.
Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2019 kl. 8.23