Kæru vinir, á morgun fáum við Karl okkar biskup sem gest í Opna húsið. Opna húsið byrjar kl.13.00 og allir geta hlakkað til að njóta kaffi meðlætisins hennar Ástu. Ólöf Einarsdóttir sem búið var að auglýsa sem gest moregundagsins, verður fyrsti gestur okkar í Opna húsinu í haust. Tíðasöngurinn kl. 16.45-17.00 á fimmtudögum og á morgun 4. apríl eru útgáfutónleikar Kristínar Önnu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og húsið opnar kl. 20:00. Á föstudaginn eru tónleikar kl.17:00 – 17:30 Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og dómorganistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Aðgangur ókeypis. Messa og barnastarf kl.11.00 á sunnudaginn, prestur séra Elínborg Sturludóttir. Kristján Hrannar Pálsson leikur á orgelið. Í dag kl. 18.00 er örpílagrímaganga með séra Elínborgu. Verið velkomin til okkar í gott safnaðarstarf Dómkirkjunnar.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2019 kl. 15.52