Kæru vinir í dag, ætlum við í Opna húsinu að hittast á Kjarvalsstöðum kl. 13.00. Auk Kjarvalsmyndlistar er sýning á verkum Eyborgar Guðmundsdóttur (1924-1977) sem var sérstæður listamaður í íslenskum listheimi. Fáum okkur síðan kaffi og eitthvað gott með kaffinu hjá Marentzu Poulsen í kaffistofunni á Kjarvalstöðum. Kl.16.45- er tíðasöngur í kirkjunni og kl. 17.00 er samtal um trú sem verður að þessu sinni í kirkjunni. Sr. Elínborg Sturludóttir fjalla um pílagrímaguðfræði og pilagrímagöngur.
Laufey Böðvarsdóttir, 14/3 2019 kl. 12.28