Góður þriðjudagur í dag, ljúft að njóta kyrrðar, bæna og tónlistar í hádeginu í Dómkirkjunni. Í kvöld má svo njóta Bach tónlistar kl. 20.30-21.00, þar leikur Ólafur Elíasson fúgur og prelódíur Bachs á flygilinn. Á morgun miðvikudag kl. 18.00 er örpílagrímganga með sr. Elínborgu Sturludóttir. Á fimmtudaginn kl. 13.00 kemur Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri í opna húsið, með minningar úr miðbænum. Kl. 16.45 -17.00 á fimmtudaginn er tíðasöngur með sr. Sveini í Dómkirkjunni. Verið velkomin í gott samfélag hjá Dómkirkjunni!
Laufey Böðvarsdóttir, 9/10 2018 kl. 9.55