Útgáfutónleikar Gyðu Valtýsdóttur
Í nóvember í fyrra kom út platan Epicycle með Gyðu Valtýsdóttur. Útgáfutónleikar hennar verða föstudaginn 3. mars nk. í Dómkirkjunni kl. 21:00.
Flytjendur á tónleikum:
Gyða Valtýsdóttir, selló – söngur
Shahzad Ismaily, gítar
Julian Sartorius, trommur
Júlía Mogensen: kristalsglös
Frank Aarnink: kristalsglös, zithar, slagverk o.fl.
Óli Björn Ólafsson: kristalsglös, slagverk
Kristín Anna og Ásthildur Valtýsdætur, söngur
Kórus
Á plötunni Epicycle má m.a. finna elsta skráða tónverk sögunnar, Grafskrift Seikilosar, en einnig nýrri verk eftir þekkt tónskáld á borð við Messiaen, Prokofiev, Crumb og Schumann. Gyða tekur fyrir hin ýmsu verk sem hafa sérstakt gildi fyrir hana og flytur þau eftir sinni eigin persónulegu túlkun.
Laufey Böðvarsdóttir, 28/2 2017 kl. 15.04