Æðruleysismessa í kvöld kl. 20. Hér er kveðja frá sr. Karli Matthíassyni.
Þannig er málum háttað að ég mæti í Dómkirkjuna í kvöld kl 20:00 til að tala um hvað Orð Guðs er uppbyggjandi, gleðjandi, seðjandi og sterkt.
Ég hvet þig til að koma. Mjög einlægur og góður maður mun deila með okkur reynslu sinni. Dómkirkjupresturinn sjálur mun fara með bænir, sr Sveinn Valgeirsson. Hinn órúlega yfirvegaði Ástvaldur Traustason mun leika á flygilinn en einning kemur frábær söngkona Myrra Rós Þrastardóttir og Júlíus Björgvinsson leikur undir á hljóðfæri. Þessi messa heitir æðruleysismessa og ertu hjartanlega velkonin(n).
Laufey Böðvarsdóttir, 19/2 2017 kl. 15.24